Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haldinn á Hilton Nordica Reykjavík 31. október 2014
Góð tíðindi bárust fyrir helgi þegar Hafrannsóknarstofnun ákvað að auka loðnukvóta úr 260 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. En hvað þýðir aukning um 100 þúsund tonn eiginlega í krónum talið, hvað er eiginlega loðna og hvað kemur hún manni við? Að þessu spyrja margir sig þegar fréttir sem þessar heyrast?
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ákváðu því að koma með stutta greiningu á þessum dularfulla fiski.
Í veskjum landsmanna
Loðnuhrogn þykja herramanns matur en einnig fer mikið í bræðslu. Aukinn loðnukvóti hefur mikil áhrif á efnahag Íslands en Daði Már Kristrófersson prófessor í hagfræði sagði í fréttum RÚV í gær að hagvöxtur muni aukast um 0,2-0,3% og að útflutningsverðmæti um 8 milljarðar. Til að setja þá tölu í samhengi má nefna að 8 milljarðar samsvara rekstrarkostnaði Háskóla Íslands í eitt ár.
Þó svo að loðnan sé ekki á hefðbundnum matseðli Íslendinga og fáir hafa gætt sér á henni þá er hún áberandi í veskjum landsmanna. Loðnan leikur nefnilega aðalhlutverk á 10 krónu myntinni og þykir sumum sem það sæti furðu því Íslendingar hafi ekki farið að nýta hana að ráði fyrr en á 7. áratug síðustu aldar.
Lítil, falleg og mikilvæg
Fulltrúi SFS, hafði samband við teiknarann Þröst Magnússon og spurði hvers vegna loðnan hafi lent á 10 króna peningnum frekar en annar fiskur sem ætti hugsanlega stærri sess í hugum Íslendinga.
Þröstur segir að útlit loðnunnar hafi ráðið þar mestu um en loðnan þyki sérlega falleg. „Einnig þótti hentugt að hafa hana á myntinni þar sem hún er lítil og komust fjórar loðnur á sama á peninginn,“ segir Þröstur og fulltrúi SFS, dregur álit hans ekki í efa þar sem Þröstur á að baki einstakan feril sem teiknara og er einn fyrsti Íslendingurinn til að nema grafíska hönnun.
En þó svo að loðnan sé smámynt í veskjum landsmanna þá hefur hún gríðarlega þýðingu í gjaldeyrisöflum og hagvexti á Íslandi. Árið 2013 voru útflutningsverðmæti loðnunnar tæplega 34 milljarðar og flutt út til 26 landa.
Fræðimenn í Háskólanum á Akureyri hafa viljað gera loðnunni hærra undir höfði og héldu síðastliðið haust ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Nýting loðnu við Ísland í hálfa öld.“ Í viðtali sem var tekið við Hörð Sævaldsson aðjúnkt við HA vegna málsins sagði Hörður þekkingarleysi ríkja um þau verðmæti sem veiðar á loðnu hafa fært íslensku samfélagi. „Hún hefur samt orðið svolítið útundan og henni fylgir engin rómantík, þjóðsögur eða söngvar eins og til dæmis síldinni," segir Hörður. Markmiðið með ráðstefnunni væri því meðal annars að fara yfir efnahagslegt mikilvægi tegundarinnar. Undanfarin ár hafi tekjur af loðnu til dæmis numið tæplega 10 prósentum af heildarútflutningsverðmætum sjávarútvegsins. Hörður segir að sérstök áhersla verður lögð á tækniþróun í veiðum og vinnslu, bætta meðferð afla og aukna umhverfisvitund. Nýting loðnustofnsins í þá hálfu öld sem hann hefur verið verið nýttur ætti að gefa fiskveiðistjórn Íslendinga góð meðmæli þar sem stofninn er enn sjálfbær þrátt fyrir að búið sé að veiða 32 milljónir tonna á þessu tímabili.
Árið 2013 námu tekjurnar tæplega 34 milljörðum króna en til að setja þá tölu í samhengi við aðra mikilvæga atvinnugrein má nefna að árið 2012 urðu 35 prósent af útflutningstekjum Alcoa Fjarðaáls eftir í landinu, eða um 33 milljarðar króna.
Nokkur atriði um loðnu
Útflutningsverðmæti loðnunnar: Árið 2013 voru verðmæti loðnunnar 34 milljarðar og hefur verðmæti hennar ríflega þrefaldast á 10 árum. Veiðar á loðnu eru sjálbærar og er hún ein aðalfæða þorskins.
Heimild: Hagstofa
Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haldinn á Hilton Nordica Reykjavík 31. október 2014
Ráðstefnan Arctic Circle verður haldin í Hörpu dagana 31. október til 2. nóvember