Sækja um styrk

3. janúar 2018

Rannsóknasjóður síldarútvegsins skiptir styrkjum í tvo flokka:

a. Sigurjónsstyrkur - doktorsverkefni

  • Styrkurinn heitir Sigurjónsstyrkur eftir prófessor Sigurjóni Arasyni. 
  • Styrkurinn er til rannsókna á líffræði síldar, veiðum, vinnslu og markaðssetningu afurða og annarra uppsjávarfiska.
  • Hámarksstyrkur er 5 milljónir króna á ári í þrjú ár.
  • Sjá Umsoknareydublad I_. Rannsoknaverkefni.doc

b. Fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegi

  • Sjóðurinn styrkir námsefnisgerð í grunnskólum og fyrir sjávarútvegstengt nám á framhaldskólastigi.
  • Gerð er krafa um að fræðslu- og kynningarefni styrkt af sjóðnum verði öllum aðgengilegt á netinu án gjalds.
  • Hámarksstyrkur 3 milljónir króna.
  • Sjá Umsoknareyðublað II. Frædslu og kynningarverkefni.doc

Umsækjendum er bent á að kynna sér Leiðbeiningar fyrir umsækjendur sem sækja um styrk í Rannsóknarsjóð síldarútvegsins. Þar er m.a. að finna upplýsingar um mat á verkefnum, samning við Rannsóknasjóð síldarútvegsins og leiðbeiningar um skil á umsókn. Frekari upplýsingar gefur Valdimar Ingi Gunnarsson ( valdimar@sjavarutvegur.is).

Tekið hefur verið saman Fræðsluefni í sjávarútvegi.pdf þar sem er að finna allt fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegi fram til ársins 2013.

Viðburðir