2. mars 2023

Aðalfundarboð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldinn 24. mars 2023 frá kl. 9:30 til kl. 12:00 og er eingöngu fyrir aðalfundarfulltrúa. Fundurinn verður haldinn í Hörpu, Austurbakka 2, Reykjavík.

Tekin verða fyrir hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein samþykkta SFS.

Dagskrá aðalfundar og nánari upplýsingar verða sendar félagsmönnum þegar nær dregur.

Stjórn SFS