29. nóvember 2021

Félagsfundur 2. desember, skráning - breytt fyrirkomulag

Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldinn 2. desember 2021 kl. 16 eins og áður hefur verið boðað. Á dagskrá fundarins verða áður sendar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum. Tillögurnar hafa verið sendar með fundarboði til félagsmanna og má nálgast á skrifstofu samtakanna.

Sú breyting hefur orðið skv. ákvörðun stjórnar að fundurinn verður eingöngu haldinn rafrænt á Teams vegna stöðu COVID-19 faraldursins.

Fundurinn er aðeins fyrir aðalfundarfulltrúa félagsmanna og fer skráning fram í gegnum tölvupóstfangið adalfundur@sfs.is.

Mikilvægt er að fá nafn, netfang og kennitölu hvers aðalfundarfulltrúa þegar skráning fer fram og þá fyrir hönd hvers aðalfundarfulltrúar eru að mæta til fundarins.

Þeir sem þegar hafa skráð sig þurfa ekki að skrá sig aftur.

Fari aðalfundarfulltrúar með umboð fyrir hönd annarra félagsmanna er mikilvægt að þau séu send á netfangið adalfundur@sfs.is.

Tengill á streymi/upplýsingasíðu félagsfundarins verður sendur skráðum aðalfundarfulltrúum í aðdraganda fundar.

Stjórn SFS