11. nóvember 2021

Félagsfundur 2. desember

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi boðar til félagsfundar sem verður haldinn 2. desember 2021, kl. 16, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Fundurinn er, líkt og gildir um aðalfundi, eingöngu fyrir aðalfundarfulltrúa félagsmanna. Fundurinn verður ekki sendur út rafrænt.

Til að allrar varúðar sé gætt og ef staðan í COVID faraldrinum verður þannig á fundardag er hugsanlegt að fundarmönnum verði boðið að fara í hraðpróf.

Á dagskrá fundarins verða tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum samtakanna. Tillögurnar hafa verið sendar með fundarboði til félagsmanna og má nálgast á skrifstofu samtakanna.

Samþykktir samtakanna má finna hér.

Skráning fulltrúa á félagsfundinn fer fram í gegnum tölvupóstfangið adalfundur@sfs.is

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa samtakanna.

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi