9. september 2024

Veiðigjald – skattur í nútíð, skerðing í framtíð

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) bjóða til opins fundar mánudaginn 9. september kl. 09:00-10:30  á Hilton Reykjavík Nordica (salur HI) þar sem veiðigjald í sjávarútvegi verður til umræðu. Yfirskrift fundarins er Veiðigjald – skattur í nútíð, skerðing í framtíð. Fundinum verður streymt.

Ólafur Marteinsson, formaður SFS, opnar fundinn með ávarpi. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og Birgir Þór Runólfsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, kynna nýútkomna skýrslu; Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrir fundi og pallborðsumræðum.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sitja í pallborði og ræða veiðigjald í sjávarútvegi.

Fundurinn er öllum opinn.

Létt morgunhressing frá kl. 8:30.