Sjávarútvegurinn í tölum

Sjávarútvegur er fjölbreytt, sjálfbær og alþjóðleg atvinnugrein sem treystir á þekkingu og reynslu frá öllum greinum atvinnulífsins.    


Aukin sköpun verðmæta


Stöðug þróun byggir á samstarfi fjölmargra ólíkra fyrirtækja sem vinna í sameiningu að því að efla sjávarútveginn.

Sjávarútvegurinn þarf því nýja og breiðari umgjörð sem styrkir okkur í starfi og eflir greinina í heild.


Verðmæti útflutnings eftir mánuðum - 12 mán meðaltal


Fjöldi skipa eftir landssvæðum


Viðburðir

Útflutningsmarkaðir


Alþjóðleg atvinnugrein í harðri samkeppni

Framþróun sjávarútvegsins byggir á öflugum fyrirtækjum, stórum og smáum, sem geta keppt í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki í sjávarútvegi starfa í mörgum og afar ólíkum löndum. Slík starfsemi kallar á þekkingu og reynslu sem tekur langan tíma að byggja upp. Ein af mörgum leiðum til að efla enn frekar verðmætasköpun í sjávarútvegi er að efla markaðsstarf okkar og búa að sem flestum traustum mörkuðum. Fjölbreytni stuðlar að stöðugleika og eflir samkeppnisstöðu okkar.


Sjávarútvegurinn

Afkoma sjávarútvegsins og spár 2016 og 2017

20. janúar 2017

Í dag kom út Hagur veiða og vinnslu frá Hagstofu Íslands, þar er birt afkoma sjávarútvegs árið 2015. Skilyrði árið 2015 voru góð. Verð á sjávarafurðum hækkaði á heimsmarkaði og gengið var hagstætt til útflutnings. Hagnaður jókst jafnframt á milli áranna 2014 og 2015. Ástæður aukningar má m.a. rekja til aukins loðnukvóta ársins 2015. Á sama tíma lækkuðu skuldir sjávarútvegsfyrirtækja verulega, en frá árinu 2008 hafa þeu greitt niður skuldir fyrir 355 milljarða króna.

Aflahlutur sjómanna hækkaði á milli áranna 2014 og 2015 um 10%. Árið 2016 og áætlanir ársins 2017 eru ekki jafn hagfelld. Gengið hefur styrkst verulega og útlit er fyrir að enginn loðnukvóti verði gefinn út árið 2017. Miðað við skilyrði í umhverfi sjávarútvegs má gera ráð fyrir að framlegð dragist verulega saman árin 2016 og 2017.