Sjávarútvegurinn í tölum

Sjávarútvegur er fjölbreytt, sjálfbær og alþjóðleg atvinnugrein sem treystir á þekkingu og reynslu frá öllum greinum atvinnulífsins.    


Aukin sköpun verðmæta


Stöðug þróun byggir á samstarfi fjölmargra ólíkra fyrirtækja sem vinna í sameiningu að því að efla sjávarútveginn.

Sjávarútvegurinn þarf því nýja og breiðari umgjörð sem styrkir okkur í starfi og eflir greinina í heild.


Verðmæti útflutnings eftir mánuðum - 12 mán meðaltal


Fjöldi skipa eftir landssvæðum


Viðburðir

Útflutningsmarkaðir


Alþjóðleg atvinnugrein í harðri samkeppni

Framþróun sjávarútvegsins byggir á öflugum fyrirtækjum, stórum og smáum, sem geta keppt í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki í sjávarútvegi starfa í mörgum og afar ólíkum löndum. Slík starfsemi kallar á þekkingu og reynslu sem tekur langan tíma að byggja upp. Ein af mörgum leiðum til að efla enn frekar verðmætasköpun í sjávarútvegi er að efla markaðsstarf okkar og búa að sem flestum traustum mörkuðum. Fjölbreytni stuðlar að stöðugleika og eflir samkeppnisstöðu okkar.


Sjávarútvegurinn

Sjáv­ar­út­vegur er mik­il­væg­asta at­vinnu­grein lands­ins

Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi
23. ágúst 2016

„Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur tvöfaldast á sambærilegu verðlagi síðustu rúm 30 árin. Þetta er góður árangur og sýnir að aðgæsla hefur verið sýnd við veiðarnar og ráðgjöf fiskifræðinga verið fylgt í meginatriðum, auk þess sem betri skipulagning við veiðar og vinnslu skilar sér í meiri verðmætum,“ seg­ir dr. Ágúst Ein­ars­son, pró­fess­or og höfund­ur bók­ar­inn­ar Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur í alþjóðlegu sam­hengi, sem nýlega kom út. 

Sveiflur í veiðigjöldum

28. júlí 2016

Veiðigjald fiskveiðiársins 2016/17 liggur nú fyrir og ljóst er að gjaldstofn til veiðigjalda lækkar á milli ára vegna samdráttar í hagnaði. Um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða, enda lækkunin 47% í afkomu fiskveiða á milli ára. En hvernig getur staðið á því að á sama tíma og fregnir berast af góðir afkomu útgerðarinnar skuli veiðigjöld lækka vegna samdráttar í hagnaði?“ Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS, fer yfir málin.