Mennta- og fræðslumál

Íslenskur sjávarútvegur byggir á tveimur auðlindum, fiskinum í sjónum og mannauðnum sem í greininni starfar. Það er því mikilvægt að innan greinarinnar starfi menntað og hæft fólk á ýmsum sviðum og stigum, bæði á sjó og í landi. Stefna samtakanna er að laða að besta fólkið til starfa í greininni, tryggja gæði menntunar, ýta undir nýsköpun, bæta námsframboð og auka möguleika á endurmenntun.