Um SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, skammstafað SFS, voru stofnuð 31. október 2014 þegar Landsamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva sameinuðust. Formaður samtakanna var kosinn Jens Garðar Helgason, sem á þeim tíma var starfsmaður Fiskimiða á Eskifirði. Markmið samtakanna hefur frá byrjun verið að gæta hagsmuna þeirra er starfa í sjávarútvegi, þar með talið fyrirtækja í fiskeldi. Á auka aðalfundi Landssambands fiskeldisstöðva 14. desember 2018 var tekin sameiginleg ákvörðun aðildarfyrirtækjanna um að óska eftir aðild að Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá var jafnframt ákveðið að leggja niður daglega starfsemi LF og hefur henni verið sinnt af SFS síðan. Núverandi formaður SFS, kosinn á aðalfundi í maí árið 2020, er Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði. Framkvæmdastjóri samtakanna er Heiðrún Lind Marteinsdóttir og hefur hún gengt starfinu frá ágúst 2016.