14. nóvember 2023

Að vera á undan tækninni

Umhverfismánuður atvinnulífsins er genginn í garð.

SFS kynnir af því tilefni umræðuþáttinn Að vera á undan tækninni í umsjón Loga Bergmann, sérfræðings í samskiptum og miðlun hjá SFS, þar sem hann ræðir við Hjörvar Kristjánsson, verkfræðing hjá Samherja, um umhverfismálin og verkefni Samherja, að breyta skipi svo það geti nýtt ammoníak í stað olíu.

Hvern þriðjudag og fimmtudag í nóvember bjóða aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins upp á 20 mínútna áhorf, Samtöl atvinnulífsins, þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í loftslagsmálum.

Hápunktur mánaðarins er svo Umhverfisdagur atvinnulífsins 29. nóvember þar sem þema mánaðarins er í hávegum haft og tileinkað Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem gefnir voru út í vor.