12. maí 2022

Ársfundur SFS

Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fór fram á föstudaginn í fyrri viku, 6. maí. Meðal ræðumanna voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Dag Sletmo frá DNB bankanum í Noregi og Klemens Hjartar frá McKinsey. Umræðuefni Dags og Klemens var íslenskur sjávarútvegur í nútíð og framtíð. Ekki síst hvernig stórauka má útflutningsverðmæti beggja greina og allt að því tvöfalda á næstu árum. Veitt voru hvatningarverðlaun SFS og komu þau í hlut Sjávarútvegsskólans á Akureyri þar sem leyndardómar sjávarútvegs og fiskeldis eru kynntir fyrir ungu fólki. Einnig voru veittir styrkir úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins. Þannig vildi til að Volodimír Selenskí forseti Úkraínu ávarpaði alþingi þennan sama dag í gegnum fjarfundarbúnað og var brugðið á það ráð að gera hlé á dagskrá ársfundar og varpa útsendingu Ríkisútvarpsins á tjaldið og mæltist það vel fyrir. En látum myndirnar tala sínu máli.