17. mars 2023

Skráning á aðalfund Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Kæru félagsmenn.

Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í Hörpu, Austurbakka 2, Reykjavík, frá kl. 9:30 til kl. 12:00, þann 24. mars nk.

Morgunkaffi hefst kl. 09:00 á sama stað.

Skráning

Áréttað skal að fundurinn er eingöngu fyrir aðalfundarfulltrúa félagsmanna. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá fyrirfram þann einstakling sem mun mæta í umboði félagsmanna sem aðalfundarfulltrúi á fundinn og fer með atkvæði á fundinum. Það er gert ekki síst til að flýta fyrir innskráningu á fundinn við mætingu á fundarstað.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóstfangið adalfundur@sfs.is.

Fari aðalfundarfulltrúar með umboð fyrir hönd annarra félagsmanna eru félagsmenn vinsamlegast beðnir um senda slík umboð á netfangið adalfundur@sfs.is fyrir fundinn.

Fundargögn

Ekki verða afhent fundargögn á fundarstað, að undanskildum ársreikningi samtakanna. Fundargögn hafa að hluta verið send félagsmönnum og verða gerð aðgengileg á fundarsíðu við innskráningu á aðalfundinn.

Stjórn SFS