31. mars 2022

Reykjavík - opinn fundur um íslenskan sjávarútveg

Við viljum heyra í ykkur!

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda opna fundi um íslenskan sjávarútveg í mars. Tilgangur fundanna er að varpa ljósi á áhrif sjávarútvegs á daglegt líf fjölmargra annarra en þeirra sem starfa beint í eða við sjávarútveg; samfélagið, einstaklinga og fyrirtæki. Því það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Háteigur. Morgunverður frá kl. 8:00. En fundurinn sjálfur byrjar kl. 8:30 og stendur til 10:00.

Fyrir þá sem komast ekki á staðfund. Þá er hér hlekkur á streymið:
https://youtu.be/gyQ3_BJKSCQ

Dagskrá fundarins

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
framkvæmdastjóri SFS

Hildur Hauksdóttir
sérfræðingur í umhverfismálum

Guðmundur Fertram Sigurjónsson
forstjóri Kerecis

Jón Oddur Davíðsson
framkvæmdastjóri Hampiðjunnar á Íslandi

Anna Kristín Pálsdóttir
framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel

Hlökkum til að sjá ykkur.