Eignarhald fiskeldisfyrirtækja

Eignarhald fiskeldisfyrir...

Íslensk fiskeldisfyrirtæki eru í eigu bæði íslenskra og erlendra aðila. Eignarhald íslenskra fiskeldisfyrirtækja er eftirfarandi:

Arnarlax er að 52,48% í eigu Salmar ASA. Aðrir eigendur eru t.a.m. Íslandsbanki hf., J.P. Morgan Bank Luxemborg, og fleiri. Sjá nánar hér.

Icefish Farm er að 39 % í eigu Masoval Eigendom, 17% í eigu Skinney Þinganes og 16% í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Sjá nánar hér.

Arctic Fish er að 51,28% hlut í eigu MOWI ASA. Síldarvinnslan hf. á 34,19% hlut í fyrirtækinu. Aðrir eigendur eru Landsbankinn, Íslandsbanki, J.P. Morgan SE, og fleiri. Sjá nánar hér.

Háafell ehf. er í 100% eigu HG (Hraðfrystihússið-Gunnvör hf.).

Minni fiskeldisfyrirtækin, Hábrún og ÍS 47, eru í ráðandi eigu ÍV SIF Equity Farming ehf.

Erlend fjárfesting og þekking er forsenda þess að greinin hafi vaxið og muni vaxa til framtíðar. Erlent eignarhald er einnig víðar að finna hér á landi, t.d. í ferðaþjónustu, fjármálaþjónustu og stóriðju.

Hagnaður fiskeldisfyrirtækja

Íslensk eldisfyrirtæki skiluðu ekki hagnaði fyrr en árið 2019.  

Mynd úr skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi, bls. 111.

Fiskeldi er ný og vaxandi atvinnugrein og hefur uppbygging því verið allsráðandi hjá þeim fyrirtækjum sem hafa leyfi til ala fisk í sjó. Til dæmis um fjárfestingar sem ráðist hefur verið í að undanförnumá nefna byggingu hátækni laxasláturhúss og vinnslu Arctic Fish í Bolungarvík. Um er að ræða eina stærstu framkvæmd sem ráðist hefur verið í á Vestfjörðum þar sem heildarfjárfesting í húsi og tækjum nemur um 4-5 milljörðum króna. (Frétt MBL)